Desi Bouterse

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Desi Bouterse

Desiré Delano Bouterse, (f. 13. október 1945 í Domburg, Súrinam) er núverandi forseti Súrinam. Frá 1980 til 1988 var hann einræðisherra eftir að hafa rænt völdum með aðstoð hersins. Bouterse er formaður og stofnandi hins súrinamíska þjóðlega lýðræðisflokks (hollensku: Nationale Democratische Partij (NDP), sem með 19 sæti er stærsti flokkurinn í flokkabandalagi sem nefnt er Megacombinatie (MC) og er Bouterse einnig formaður þess bandalags. Í Súrinam er forsetinn kosinn af þinginu og þann 19 júlí 2010 var Bouterse með 36 af alls 50 þingatkvæðum kosinn til forseta Súrinam. Þingið í Súrinam er í einni deild og telur 51. Þáverandi - fráfarandi - forseti, Ronald Venetiaan, sem ennfremur var þingmaður var ógildur til kosningarinnar. Þann 12 ágúst 2010 var Bouterse formlega settur í embætti í glæsilegri athöfn þingsins.[1][2]

Frá 1975, þegar Súrinam áskotnaðist sjálfstæði og fullveldi frá Hollandi, hefur Bouterse smámsaman orðið einn umdeildasti maður landsins. Bouterse er til að mynda talinn ábyrgur á hinum svokölluðu desembermorðum ársins 1982 þar sem fimmtán meðlimir stjórnarandstöðunnar voru myrtir. Ennfremur er hann umdeildur í Hollandi og sökum aðkomu sinnar að ólöglegum flutningi eiturlyfja dæmdur til 11 ára fangelsis þar í landi. Sökum dóms þessa hefur Europol gefið út alþjóðlega handtökuskipun gegn honum. Hins vegar nýtur hann sökum stöðu sinnar diplómatafriðhelgi og getur því ferðast um heiminn án hættu á því að vera handtekinn.[3][4] Kosning Bouterse til forseta olli miklum skaða á stjórnmálasamskiptum Súrinam og Hollands.

Skömmu eftir kjör Bouterse kom Maxime Verhagen, þáverandi utanríkisráðherra Hollands, þeim skilaboðum áleiðis á blaðamannfundi að Bouterse væri „einungis velkominn til Hollands til að afplána fangelsisdóm sinn“.[5]

Í desember 2011, náðaði Bouterse fósturson sinn Romano Meriba, sem árið 2005 var dæmdur til 15 ára fangelsis fyrir rán og morð, á kínverskum verslunarmanni, árið 2002. Meriba var ennfremur dæmdur fyrir að kasta handsprengju að húsi hollenska sendiherrans. Dómarinn Valstein-Montnor sagði að sönnunargögnin sýndu fram á fram yfir raunhæfan vafa að Meriba hefði reynt að fremja rán í húsi sendiherrans svipað og í tilfelli kínverska verslunarmannsins. Eftir að verðir hindruðu hann í ránstilrauninni hefði hann kastað handsprengju úr bifreið að heimili sendiherrans.

Náðun þessi var vitaskuld umdeild og sú fyrsta þar í landi þar sem var náðun á morði og ráni. Starfsfólk Bouterse sagði að sú staðreynd að Meriba væri fóstursonar forsetans hefði ekkert með náðunina að gera og að stórvægileg lagarök hefðu legið fyrir ákvörðuninni.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. "Inauguratie Bouterse verschoven naar 12 augustus", De Ware Tijd online, 23 juli 2010
  2. Omstreden Bouterse beëdigd als president - De Volkskrant, 12 augustus 2010
  3. 'Arrestatiebevel tegen staatshoofd mag niet' , De Telegraaf, 19 juli 2010
  4. President Bouterse kan zijn land niet uit, NRC Handelsblad, 1 juni 2010
  5. 'Verkiezing Bouterse niet zonder gevolgen', NU.nl, 19 juli 2010
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist