Forsíða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Velkomin á Wikipediu

 

Handbók

Gæðagreinar / Úrvalsgreinar

Kynning fyrir byrjendur

Potturinn

Hér geta allir tekið þátt í að byggja upp ítarlegt alfræðirit á íslensku.
Íslenska Wikipedia fór í gang 5. desember 2003 og telur núna 43.765 greinar.

Grein mánaðarins
Albert Ier (1875-1934) par Richard Neville Speaight (1875-1938).jpg

Albert 1. (8. apríl 1875 – 17. febrúar 1934) var þriðji konungur Belgíu frá árinu 1909 til dauðadags. Þetta var viðburðaríkt tímabil í sögu Belgíu því í fyrri heimsstyrjöldinni (1914 – 1918) var mikill meirihluti landsins hernuminn af Þjóðverjum. Á tíma heimsstyrjaldarinnar var Albert nefndur „Dátakonungurinn“ („le Roi Soldat“) og Riddarakonungurinn („le Roi Chevalier“). Í valdatíð hans var Versalasamningurinn viðurkenndur, hið belgíska Kongó var endurmetið sem nýlenda belgíska konungsríkisins auk verndarsvæði Þjóðabandalagsins í Rúanda-Úrúndí, Belgía var endurreist úr rústum heimsstyrjaldarinnar og heimurinn upplifði fyrstu fimm ár kreppunnar miklu. Albert var alla tíð mikill fjallgöngugarpur en það kom honum að lokum í koll því hann lést í fjallgönguslysi í austurhluta Belgíu árið 1934. Við honum tók sonur hans, Leópold 3.

Eldri greinarTilnefna grein mánaðarins
Sjá hvað fleira gerðist 17. nóvember
Mynd dagsins

Aðalbygging háskólabókasafnsins í Búdapest. Aðalbygging háskólabókasafnsins í Búdapest.

Dilma Rousseff
  • … að saga Stóru-Kólumbíu mótaðist af átökum milli miðstýringarsinna og sambandsríkissinna?
  • … að ýmis viðmið, gildi og samskiptahegðun sem nemendur læra í skólum án þess að það sé beinlínis áformað hafa verið kölluð dulin námskrá?
  • … að Dilma Rousseff, fyrrum forseti Brasilíu (sjá mynd), er fyrsti lýðræðislega kjörni kvenforseti í heimi sem hefur verið vikið úr embætti fyrir lögbrot?
  • … að Kolbeinn kafteinn er vinsælasta persóna Tinnabókanna samkvæmt könnun frá 1996?
  • … að á Íslandi er 6 manna lið fyrir Ólympíuleikana í stærðfræði valið í Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema?
  • … að kyrrahafslax er ættkvísl laxfiska sem telur meðal annars regnbogasilung?
Efnisyfirlit


Systurverkefni  Wikimedia Foundation hýsir einnig önnur verkefni: