Gátt:Úrvalsefni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Úrvalsgátt íslensku Wikipediu
Á úrvalsgáttinni birtist það alfræðiefni sem þykir bera af á íslensku Wikipediu í bland við úrvalsgreinar á öðrum tungumálum og margmiðlunarefni frá Wikimedia Commons.
Uppfærðu síðuna til þess að sjá nýtt efni af handahófi.
Gyllt stjarna
Úrvalsgrein
Kort af brunasvæðinu.

Mýraeldar voru miklir sinueldar í Hraunhreppi í Borgarbyggð sem loguðu í þrjá daga vorið 2006. Að morgni 30. mars blossaði upp eldur í sinu sem fór um 75 km² landsvæði á Mýrum, en alls brunnu um 67 km² lands. Þetta voru nefndir „mestu sinueldabrunar Íslandssögunnar”.

Líklegt er talið að kviknað hafi í út frá vindlingi við þjóðveg 54 á móts við Bretavatn. Sinueldurinn barst mjög hratt, um 18 kílómetra á fyrstu sex klukkustundunum. Brennda svæðið var allt á milli þjóðvegar 54, 540 og 537, að undanskilinni einni tungu sem náði suður fyrir veg 537. Þegar mest var var eldveggurinn allt að tveggja metra hár og fór með tuga metra hraða á mínútu.

Sinueldarnir voru slökktir með gríðarlegu slökkvistarfi af hálfu íbúa svæðisins, brunavarna Borgarbyggðar, aðstoðarslökkviliðs frá nærliggjandi byggðarlögum og þyrlu frá Þyrluþjónustunni. Engar skemmdir urðu á mannvirkjum, að girðingum undanskildum en margir bæir voru mjög nálægt því að verða eldinum að bráð. Bærinn Hamrar var einungis örfáa metra frá eldinum á tímabili. Eldarnir höfðu gífurleg áhrif á lífríki svæðisins, en svæðið sem brann var eitt stærsta samfellda mýrlendi á landinu og er í raun nær lagi að tala um náttúruhamfarir en venjulegan sinubruna. Engin meiðsl urðu þó á fólki.

Lesa áfram um Mýraelda...

Blá stjarna
Gæðagrein
Nærmynd af ályfirborði.

Ál (sjaldan alúminíum) er frumefni með efnatáknið Al úr bórhópi lotukerfisins með sætistöluna 13. Ál er silfurlitaður og sveigjanlegur tregur málmur. Það leysist almennt ekki í vatni. Það myndar 8% massa jarðskorpunnar og er þar með algengasti málmurinn og þriðja algengasta frumefni hennar á eftir súrefni og kísli. Ál er svo hvarfgjarnt að það kemur ekki fyrir hreint í náttúrunni en finnst í meira en 270 mismunandi efnasamböndum. Ál er jafnan unnið úr súráli með álbræðslu.

Efnið er þekkt fyrir léttleika og viðnám sitt gegn tæringu (vegna fyrirbæris er nefnist hlutleysing). Ál og álblöndur eru aðalsmíðaefni flugvéla og íhluta í margvísleg önnur flutningatæki og byggingar þar sem not eru fyrir léttleika, varanleika og styrk. Ál er einnig mikið notað í drykkjardósir. Vegna hvarfgirni þess er það gagnlegt sem hvati eða bætiefni í ýmsar efnablöndur og er þannig til dæmis notað í ammoníumnítrat-sprengiefni til að auka sprengikraft.

Lesa áfram um ál...

Grá stjarna
Úrvalsmynd
Mi-35 8044.JPG

Tékknesk herþyrla

Græn brotin stjarna
Upprennandi
Allt efni Wikipediu er unnið í sjálfboðavinnu með það markmið að safna samanlagðri þekkingu mannkyns og gera hana eins aðgengilega og hægt er. Á þessari síðu eru bestu dæmin um þetta starf á íslensku Wikipediu en það er mikið verk óunnið og öll hjálp er vel þegin. Ef þú getur hugsað þér að taka þátt í þessu verkefni þá ættir þú að lesa kynninguna og nýliðanámskeiðið og hefjast svo handa.

Af 44.146 greinum á íslensku Wikipediu komast aðeins örfáar útvaldar í hóp gæða- og úrvalsgreina. Samstarf notenda um að fjölga þessum greinum og hækka hlutfall þeirra fer fram í úrvalsmiðstöðinni.

Tillögur að gæðagreinum: Atkvæðagreiðsla í gangibreyta

Tillögur að úrvalsgreinum: Engin atkvæðagreiðsla í gangibreyta

hnöttur
Alþjóðleg úrvalsgrein
Zdjęcie Marsa zrobione przez sondę Viking 1

Mars – czwarta według oddalenia od Słońca planeta Układu Słonecznego. Nazwa planety pochodzi od imienia rzymskiego boga wojny – Marsa. Zawdzięcza ją swej barwie, która przy obserwacji z Ziemi wydaje się być rdzawo-czerwona i kojarzyła się starożytnym z pożogą wojenną. Postrzegany odcień wynika stąd, że powierzchnia planety zawiera tlenki żelaza. Mars jest planetą wewnętrzną z cienką atmosferą, o powierzchni usianej kraterami uderzeniowymi, podobnie jak powierzchnia Księżyca. Występują tu także inne rodzaje terenu, podobne do ziemskich: wulkany, doliny, pustynie i polarne czapy lodowe. Okres obrotu wokół własnej osi jest niewiele dłuższy niż Ziemi i wynosi 24,6229 godziny (24h37min22s). Na Marsie znajduje się najwyższa góra w Układzie Słonecznym – Olympus Mons i największy kanion – Valles Marineris. Gładki obszar równinny Vastitas Borealis na półkuli północnej obejmuje 40% powierzchni planety i może być pozostałością ogromnego uderzenia. W przeciwieństwie do Ziemi, Mars jest geologicznie i tektonicznie nieaktywny.

Lestu meira um Mars á pólsku Wikipediu.

Norðurlönd
Norræn úrvalsgrein
Nattklubben Eldorado, en av träffpunkterna för homosexuella i Berlin under Weimarrepubliken. Klubben stängdes av nazisterna när de kom till makten 1933. Foto från 1932.

Homosexuella i Nazityskland förföljdes och tusentals sattes i koncentrationsläger. Under Weimarrepubliken (1919–1933) hade homosexuella levt relativt öppet men när nazisterna tog makten 1933 förbjöds homosexuella organisationer och barer och restauranger som var mötesplatser för homosexuella stängdes. Manliga homosexuella fängslades och många sändes till koncentrationsläger. De lesbiska bedömdes inte vara ett lika stort hot mot Tredje riket men de ansågs opatriotiska som inte gifte sig och födde barn, och ett fåtal lesbiska sattes i läger som ”asociala”.

Över 100 000 homosexuella män registrerades, drygt 50 000 av dem dömdes till fängelse och mellan 5 000 och 15 000 av dessa sändes efter avtjänat straff till SS:s koncentrationsläger. I koncentrationslägren var de homosexuella den mest skyddslösa gruppen, de utsattes för bestialisk behandling av SS och trakasserades dessutom av övriga fångar. Dödligheten bland homosexuella i koncentrationsläger är inte känd, men den ledande experten Rüdiger Lautmann menar att den var så hög som 60 procent.

Lestu meira um samkynhneigð í Þýskalandi nasismans á sænsku Wikipediu.

Púsl
Gáttir
Gáttir eru ein aðferðin til þess að setja efni Wikipediu fram á skipulagðan hátt og auðvelda aðgengi að því. Þær eru eins konar forsíður fyrir sín efnissvið. Góðar gáttir á íslensku Wikipediu eru: